Nákvæmni, sköpun og raunveruleiki

Upplifðu fasteignina
í 3D

Þín fasteign, okkar sviðsetning

Photo Realistic

Þar sem
draumar mæta veruleika

Óviðjafnanleg nákvæmni í hverri smáatriði

Augmented Reality app

Brúaðu bilið milli
hugmyndar og veruleika

3D Úti mynd

Skoða

3D Gólfplan

Skoða

3D Vefsjá

Skoða
Hvernig við gerum þetta

Vinnuferlið

img
#1

Upphaf samskipta

Þegar þú hefur áhuga á að nýta þjónustu okkar hjá 3D Hús, byrjarðu ferlið með því að senda okkur fyrirspurn. Vinsamlegast tilgreindu hvaða þjónustu þú hefur áhuga á og sendu okkur grunnteikningar af verkefninu. Þetta gerir okkur kleift að fá skýra mynd af þörfum þínum og hvernig við getum aðstoðað þig best.

img
#2

Tilboðsgerð

Eftir að hafa móttekið fyrirspurn þína og grunnteikningar, vinnum við úr beiðni þinni og reiknum út tilboð. Það kann að vera að við bjóðum þér á fund til að ræða verkefnið nánar ef þörf krefur til að tryggja að við höfum allar nauðsynlegar upplýsingar til að veita þér sem nákvæmast tilboð.

img
#3

Tilboð og tímarammi

Við munum síðan kynna þér tilboðið okkar ásamt tímaramma fyrir verkefnið. Þetta gefur þér tækifæri til að sjá heildarkostnað og hversu lengi verkefnið mun taka.

img
#4

Staðfesting og greiðsla

Áður en vinna hefst, er viðskiptavinur beðinn um að greiða 50% af heildarverðinu sem staðfestingu. Þessi fyrirframgreiðsla tryggir að báðir aðilar hafi skuldbundið sig til samstarfsins.

img
#5

Afhending og lokagreiðsla

Við afhendum allt myndefni sem umsamið var í gegnum tölvupóst. Eftir afhendingu er restin af greiðslunni, þ.e. eftirstöðvarnar 50%, gjaldfelldar.

img
#6

Athugasemdir og endurskoðun

Viðskiptavinir hafa allt að tvær vikur eftir afhendingu til að fara yfir efnið og koma með athugasemdir ef þörf krefur á breytingum eða lagfæringum. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja ánægju viðskiptavina og viljum ganga úr skugga um að lokaafurðin uppfylli allar væntingar.

Nýsköpun

Augmented Reality sjón er sögu ríkariNý upplifun á ótrúlega hátt

Hér er hvað við bjóðum þér:

Í heimi þar sem tækninýjungar og sköpunarkraftur mætast, endurskilgreinum við upplifun og kynningu á fasteignum.

img

3D Gólfplan

Gólfplön í þrívídd gefa skýra og nákvæma sýn á uppbyggingu og rýmisnýtingu sem auðveldar kaupendum og fjárfestum að sjá fyrir sér endanlega útkomu.

img

3D Útimyndir

Við bjóðum upp á útimyndir sem sýna fasteignir í raunverulegu umhverfi þeirra. Gefur möguleika á að sjá hvernig fasteignin mun líta út.

img

3D Vefsjá

Með appi eða í gegnum internetið getur þú skoðað 3D módelin í allar áttir, zoomað inn og út, og upplifað fasteignina í fullu 3D umhverfi.

img

AR Upplifun

Augmented Reality (AR) þjónustan okkar færir fasteignir til lífs í raunverulegu umhverfi. Þú getur gengið um og skoðað eignir í rauntíma í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu sem gerir þér kleift að upplifa rými og hönnun áður en fasteignin er byggð.

img

3D Prentun

Við bjóðum einnig upp á möguleikann á að 3D prenta líkön af fasteignum. Þetta er fullkomið fyrir arkitekta, hönnuði og viðskiptavini sem vilja hafa áþreifanlegar líkön til að vinna með.

Sendu okkur línu

Vertu í sambandi

Staðsetning

Sundaborg 1
104 Reykjavík

Tölum saman

Sími : 789 3011

Sendu okkur línu

info@3dhus.is